Pistillinn - um jafnrétti e. Guðlaug Bolla Bollason

Nú ekki fyrir alls löngu ályktaði sameinuðu kvennahreyfingar á Íslandi um tillögur til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í ljósi hugleiðinga Mjerðar Markans blaðamans á Tómötum í rökkri sem birt er hér að neðan og komið er inn á stjórnarskrána finnst mér rétt að taka upp þráðinn.

 Tillögurnar eiga að hafa það að markmiði að koma í veg fyrir kynjabundið misrétti, þannig er t.d lagt til að 1. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo:

   ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingkarlar og þingkonur, kosin leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. Í kosningalögum skal nánar mælt fyrir um hvernig náð skuli sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla"

 greinin í dag er svohljóðandi:

  ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára"

 Athugasemd 1. Með breytingunni yrði kynjahlutfall á þingi sem jafnast. Þannig gætu flokkar tæpast  boðið sig fram sem karlaframboð eða kvennaframboð. Með því væri hugsanlegt að tjáninga og skoðanafrelsi einstaka ,,einstaklinga af sitt hvortu kyni" væri varpað fyrir róða í ljósi breytinganna. Þannig gæti formaður karlalistans (ímyndaður listi sem á sér enga stoð í raunveruleikann) ekki boðið sig fram nema að því tilskyldu að kynjahlutfallið væri sem jafnast. Slík frelsisskerðing gæti að mínu mati varla talist jákvæð.

 Athugasemd 2. Með breytingunni yrði hinir 63 þjóðkjörnu annars vegar þingkarlar (sem mér finnst afar óþjállt og tyngist illa) og hins vegar þingkonur. Þannig væri þingheimur klofinn milli kynja. Er það í anda jafnræðis að gerður sé greinarmunur á ,,einstaklingum af sitthvoru kyni"?.

Í ljósi þess sem þessi greinarmunur væri gerður þyrfti að stíga skrefið alla leið til að alls jafnréttis  þannig að ljóst yrði að allir ættu sinn fulltrúa á þingi. Þannig gæti 1. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar hljóðað:

   ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingkarlar og þingkonur, kosin leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. Einnig eiga sæti á Alþingi samkynhneigðir þingkarlar og samkynhneigðar þingkonur í bland við gagnkynheigða. Þá eiga sæti á Alþingi þeir þingkarlar og þingkonur sem hneigjast til beggja kynja. Jafnramt eiga sæti á Alþingi blakkir þingkarlar og blakkar þingkonur, þingkonur af asískum uppruna og þingkarlar af asískum uppruna. Ennfremur eiga sæti á Alþingi eldri þingkarlar sem og eldri þingkonur jafnt sem yngri. Aukreitis eiga sæti á Alþingi rauðhærðir, dökkhærðir, ljóshærðir, sköllóttir þingkarlar sem og rauðhærðar, dökkhærðar, ljóshærðar og sköllóttar þingkonur. Limafallasjúkir, holdsveikir og fávitar. Þannig að á Alþingi verði tryggt að allir hópar þjóðfélagsins eiga sæti á Alþingi.  Í kosningalögum skal nánar mælt fyrir um hvernig náð skuli sem jöfnustu hlutfalli allra þeirra sem taldir eru upp í greininni"

 - Guðlaugur Bolli Bollason blaðamaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband