Færsluflokkur: gagnrýni Skagfjörðs
9.4.2006 | 21:25
Gagnrýni Skagfjörðs
Líkt og kemur fram á síðunni mun ritstjóri Tómata í rökkri einungis einskorða sig við hvers kyns gagnrýni. Þannig mun ritstjórinn gagnrýna leikrit, mat og vín allt eftir því hvernig sá gállinn er á honum hverju sinni.
Í vikunni sem leið átti undirritaður leið um bæinn með það að leiðarljósi að gagnrýna hinn asíska bjór Asahi, n.t.t frá Japaníu. Japaníu bjórinn fæst ekki í ÁTVR heldur þarfa að sérpanta hann. Það gerði undirritaður með góðum fyrirvara.
Bjórinn kom í gleri allaleið frá Japaníu í Asíu. Umbúðirnar því óhentugar þegar enginn er upptakarinn nema tennurnar. En það hafðist. Fyrsti sopinn var ansi ljúfur. Mjúk fylling og hið ljúfa bragð lék við bragðlaukanna, þannig að flöskurnar tæmdust á augabragði ofaní magann. Þvílíku bragði hefur undirritaður vart kynnst áður. Enda var svo komið að undirritaður var orðinn vel meyr og dreif sig á skólaleikrit sem fyrsti bekkur Hagaskóla var að æfa fyrir þemadaga.
Vel drukkinn ráfaði undirritaður inn um skólagangana og hreytti ókvæðisorðum að litlu krökkunum og spurði hvar þessi andskotans leiksýningin væri. Hafði undirritaður það á orði hvort hún væri ekki bara í rassgatinu á þér og bentu á skúringarkonuna sem moppaði yfir gólfin á göngunum eins og hún fengi mannsæmandi borgun fyrir það.
Undirritaður fann sýninguna sem var ekki eins góð og hann vonaðist eftir. Leikararnir voru allir viðvaningar og ansi reynslulitlir. Fóru illa með textann og hikuðu og stömuðu í hvívetna. Milli stamana gafst þó tími til þess að sturta einum Asahi niður. Hrólfur í hlutverki Hans var afleitur, og á langt í land þar til að maður geti sagt að hann verði fullnuma. Það á einnig við um Kristínu Þóru í hlutverki Grétu. Það skildist varla neitt af því sem hún sagði enda ansi mjóróma og vel feimin. Engan vegin ,,pro" uppfærsla.
Samantekt. Asahi 5 stjörnur - Hans og Gréta í uppfærslu Hagaskóla 0 stjarna
- Skagfjörð ritstjóri
gagnrýni Skagfjörðs | Breytt 10.4.2006 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)