Færsluflokkur: pistlar
9.4.2006 | 21:09
Sjálfstæðisflokkurinn sturtar hlassi e. Mjerð Markan
Nú fer að líða að sveitarstjórnarkosningum og skiptir miklu máli fyrir stjórnmálaöflin að hafa efstu menn á lista sem pólitíska þungavigtarmenn. Málefnin skipta engu, mennirnir miklu, það er alkunna.
Flestir flokkar sem sitið hafa að gullinu á síðasta kjörtímabili hafa fitnað líkt og púkinn á fjósbitanum og er fólkið á listunum engin undatekning. Upp til hópa eru þeir sem ríða feitu hrossunum í prófkjörunum, feitahlunkar og átvögl. Það má glöggt merkja víða um land. Fólkið velur feita fólkið og hafnar því spengilega.
Þeir sem vilj hafa áhrif í pólitík og vegna vel þurfa að vera feitir, alla vega með vel kýlda vömbina og alls ekki fyrir augað. Þeir formenn sjálfstæðisflokkinn sem virkilega má segja vegnað hafi vel, hafa síður verið fyrir útlitið að almenningsáliti. Davíð Oddson hefur sjaldan þótt vera fyrir augað en engu að síður skarað fram úr á pólitískum vettvangi. Aftur á móti var forveri hans Þorsteinn Pálsson hreint augnakonfekt en hreinn eyrnamergur sem formaður D - listans. Þannig mætti lengi telja.
Án þess að þekkja staðarhætti sveitarfélagsins Hornafjarðar til hins ýtrasta lét Tómatar í rökkri gera fyrir sig vísindalega rannsókn á prófkjörum í sveitarfélaginu. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands athugaði hvað ylli breyttum lista sjálfstæðisflokksins. Kom berlega í ljós að ekki hefði málefnaágreiningur riðið baggamuninn heldur kílóafjöldi og útlit frambjóðenda. Þannig hafi t.d augnkonfektið og vonarsteinn sjálfstæðisflokksins, Björn Emil Traustason goldið afhroð þar sem hann þótti of mikið fyrir augað og ekki nógu vel í holdum. Enda er það alkunna, líkt og að ofan greinir, að til þess að vegna vel innan sjálfstæðisflokksins þarf maður að hafa kjöt á beinum og ekki vera sigurstranglegur í fegurðarsamkeppnum.
Þannig er það. Mjerður Markan
pistlar | Breytt 10.4.2006 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006 | 11:52
Pistillinn - um jafnrétti e. Guðlaug Bolla Bollason
Nú ekki fyrir alls löngu ályktaði sameinuðu kvennahreyfingar á Íslandi um tillögur til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í ljósi hugleiðinga Mjerðar Markans blaðamans á Tómötum í rökkri sem birt er hér að neðan og komið er inn á stjórnarskrána finnst mér rétt að taka upp þráðinn.
Tillögurnar eiga að hafa það að markmiði að koma í veg fyrir kynjabundið misrétti, þannig er t.d lagt til að 1. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo:
,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingkarlar og þingkonur, kosin leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. Í kosningalögum skal nánar mælt fyrir um hvernig náð skuli sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla"
greinin í dag er svohljóðandi:
,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára"
Athugasemd 1. Með breytingunni yrði kynjahlutfall á þingi sem jafnast. Þannig gætu flokkar tæpast boðið sig fram sem karlaframboð eða kvennaframboð. Með því væri hugsanlegt að tjáninga og skoðanafrelsi einstaka ,,einstaklinga af sitt hvortu kyni" væri varpað fyrir róða í ljósi breytinganna. Þannig gæti formaður karlalistans (ímyndaður listi sem á sér enga stoð í raunveruleikann) ekki boðið sig fram nema að því tilskyldu að kynjahlutfallið væri sem jafnast. Slík frelsisskerðing gæti að mínu mati varla talist jákvæð.
Athugasemd 2. Með breytingunni yrði hinir 63 þjóðkjörnu annars vegar þingkarlar (sem mér finnst afar óþjállt og tyngist illa) og hins vegar þingkonur. Þannig væri þingheimur klofinn milli kynja. Er það í anda jafnræðis að gerður sé greinarmunur á ,,einstaklingum af sitthvoru kyni"?.
Í ljósi þess sem þessi greinarmunur væri gerður þyrfti að stíga skrefið alla leið til að alls jafnréttis þannig að ljóst yrði að allir ættu sinn fulltrúa á þingi. Þannig gæti 1. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar hljóðað:
,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingkarlar og þingkonur, kosin leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. Einnig eiga sæti á Alþingi samkynhneigðir þingkarlar og samkynhneigðar þingkonur í bland við gagnkynheigða. Þá eiga sæti á Alþingi þeir þingkarlar og þingkonur sem hneigjast til beggja kynja. Jafnramt eiga sæti á Alþingi blakkir þingkarlar og blakkar þingkonur, þingkonur af asískum uppruna og þingkarlar af asískum uppruna. Ennfremur eiga sæti á Alþingi eldri þingkarlar sem og eldri þingkonur jafnt sem yngri. Aukreitis eiga sæti á Alþingi rauðhærðir, dökkhærðir, ljóshærðir, sköllóttir þingkarlar sem og rauðhærðar, dökkhærðar, ljóshærðar og sköllóttar þingkonur. Limafallasjúkir, holdsveikir og fávitar. Þannig að á Alþingi verði tryggt að allir hópar þjóðfélagsins eiga sæti á Alþingi. Í kosningalögum skal nánar mælt fyrir um hvernig náð skuli sem jöfnustu hlutfalli allra þeirra sem taldir eru upp í greininni"
- Guðlaugur Bolli Bollason blaðamaður
pistlar | Breytt 10.4.2006 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006 | 09:06
Njóta allir mannréttinda - Hugleiðingar Mjerðar Markan
Það hefir oft sinnis komið upp í huga mér hvort allir þegnar landsins njóti fullra mannréttinda eða eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir eftir gildistöku mannréttindakaflans árið 1995. Hugleiðingar á borð við hvort blakkir jafnt sem gulir Íslendingar njóti jafns réttar í hvívetna á við hina hreinræktuðu, hvort sjúkir njóti jafns réttar í hvívetna á við hina hraustu eru dæmi um þær pælingar mínar.
Nú gilda lög um aðgreiningu holdsveikra frá öðrum mönnum og flutning þeirra frá opinberum spítala nr. 3/1898 sem fyrir mistök voru tekin úr lagasafninu í kringum 1990 til þess einmitt að hinir holdsveiku gætu ekki kynnt sér misréttið og niðurlæginguna sem þeir verða fyrir með lögunum.
í 4. gr. laganna er sá mikilvægi réttur tekin af holdsveikum að þeir megi ekki stunda samræði en þar segir í 1. tölul. ,,Holdsveikir mega ekki sofa hjá öðrum í rúmi"
Þá segir í 2. tölul. 4. gr. að holdsveikir skulu hafa sér hrákdalla og mega ekki hrækja á gólf í húsum manna.
Þetta ákvæði er virkilega ósvífið en það gerir ráð fyrir því að holdsveikir hræki í tíma og ótíma á gólf séu þeir gestkomandi í húsi. Þarna er verið að segja að holdsveikir séu svo ókurteisir gestir, ókurteisari en hraustir að þeir hræki í tíma og ótíma á gólf í annara manna húsum. Þá gerir ákvæðið ráð fyrir því að holdsveikir fjárfesti í sérstökum hrákdalli en fái hann ekki að sama skapi frá íslenska ríkinu eða frá Tryggingastofnun, líkt og fólk sem fær hækjur.
Þá segir í 3. tölul. að þeir skuli hafa matarílát og borðbúnað sem þeir einir noti. 5. tölul. er sá sem er hvað ósvífnastur en þar segir orðrétt: ,,holdsveikir menn mega ekki stunda börn, ekki þjóna óholdsveikum mönnum og ekki vinna að matreiðslu fyrir aðra en sjálfa sig". Ef gagnályktað er frá ákvæðinu má glöggt merkja að ef maður er ekki holdsveikur þá er manni í lófa lagið við að stunda börn. Ákvæði mætti þá skilja á þann veg að ef Steingrímur Njálsson væri ekki holdsveikur, mætti hann stunda börn og gæti hann jafnframt matreitt ofaní gestinn. Það er ekki nóg að með ákvæðinu sé brotið gegn holdsveikum heldur er einnig brotið gegn börnum og í raun gegn blygðunarsemi þess sem hér ritar.
Það er skoðun undirritaðs að 4. gr. holdsveikralaganna brjóti gegn mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála evrópu og þá aðalega birtingarhátturinn en líkt og alkunna er voru lögin tekin út úr lagasafninu um 1990 til þess að holdsveikir gætu ekki kynnt sér misrétti það sem þeim er beitt með lögunum. Þetta fæst engan vegin staðist í góðu réttarríki.
Þetta reit, Mjeður Markan.
pistlar | Breytt 10.4.2006 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)